Fara í efni

Decubal lipid cream

Einstaklega nærandi og rakagefandi krem fyrir mjög þurra og útsetta húð

100 ml., 200 ml., og 500 ml. með pumpu

Decubal lipid cream er þróað fyrir mjög þurra og útsetta húð og er endurnærandi krem með fituinnihald 70%. Lipid cream hjálpar húðinni að endurbyggja varnir sínar og ver hana gegn rakatapi. Þetta bætir einnig teygjanleika húðarinnar.

Má nota daglega á allan líkamann fyrir mjög þurra og erfiða húð og sem viðbótarmeðferð á einkennalausum tímabilum t.d. vegna exems. Decubal lipid cream er án ilmefna og er ofnæmisvottað.

Eiginleikar vöru

  • Einstaklega nærandi og rakagefandi krem.
  • Fituinnihald 70%
  • Inniheldur vaselín og paraffín sem setur verndandi himnu á húðina og gerir það að verkum að hún tapar síður raka og mýkir húðina.
  • Létt áferð og fer hratt inn í húðina
  • Án parabena, ilm- og litarefna
  • Ofnæmisvottað
  • Vegan

Hentar vel fyrir

  • Mjög þurra og erfiða húð hjá fullorðnum og börnum