Fara í efni
Background image

Um Decubal

Decubal eru nærandi og virkar húðvörur fyrir þá sem eru með þurra og viðkvæma húð. Decubal er þróað til að vernda húðina í norrænu loftslagi og með yfir 40 ára reynslu skiljum við hvað það þýðir að varðveita náttúrulegan raka og mýkt húðarinnar. Vöruúrvalið okkar er breytt og því er hægt að finna bæði fyrirbyggjandi og rakagefandi húðvörur fyrir daglegt líf og svo vörur fyrir öflugari húðumönnun fyrir séstakar þarfir. Húðsjúkdómalæknar og heilbrigðisstarfsfólk á norðurlöndunum mælir því með Decubal, fyrir stóra, smáa og frá toppi til táar, allt árið um kring.

Þróað fyrir lífið á Norðurlöndum

Hráa norræna loftslagið getur verið mjög krefjandi fyrir þurra og viðkvæma húð. Decubal er þróað til að vernda húðina fyrir norrænu loftslagi þar sem árstíðir, hitastig og raki er mjög fjölbreytilegt. Þetta er sérstaklega erfitt fyrir þá norðurlandabúa sem lifa virku lífi og eyða miklum tíma utandyra. Decubal undirbýr húðina fyrir lífið á norðurlöndunum svo að þú getir örugglega notið löngu og björtu sumardaganna við ströndina, vindasömu haustgöngutúranna og köldu vetrardaganna í fjöllunum.

Skapað af umhyggju

Decubal notar aðeins mildustu innihaldsefnin. Allar vörurnar eru án ilmefna og meirihluti varanna er með hæstu mögulegu ofnæmisvottunina á markaðnum þ.e Allergy-Certified. Þetta þýðir að vörurnar eru samþykktar af eiturefnasérfræðingum og prófaðar með tilliti til ofnæmisvalda, mengandi efna, krabbameinsvaldandi efna og efna sem trufla hormóna. Decubal er því öruggt val fyrir þig og fjölskyldu þína.