Fara í efni
Background image

FAQ

Sérfræðiþekking

Algengustu spurningar okkar og svör

Exem

Exem er algengt hugtak yfir nokkra húðsjúkdóma. Til dæmis getur það verið roði, þroti, þurrkur, kláði, flögnun og blöðrur. Exem þýðir að húðin er bólgin. Húðin er oft einnig þurr og viðkvæm og hefur því skerta getu til að verja sig fyrir utanaðkomandi áhrifum eins og sýkingum. Manni getur klæjað oft við exemið, en ef þú klórar þér dreifist bólgan og útbrotin geta versnað.

Dagleg húðumhirða léttir.

Dagleg húðumhirða er mikilvæg til að veita húðinni vörn gegn utanaðkomandi áhrifum. Notaðu krem með fituríku innihaldi og án ilmefna. Stundum getur verið nauðsynlegt að meðhöndla með læknisfræðilegum kremum sem þú færð eftir samkomulagi við lækninn þinn eða húðsjúkdómalækni.

Hugsaðu líka um hversu oft þú þvær þig – sápa og vatn þurrka líka húðina. Ef nauðsyn krefur skaltu skipta sápunni út fyrir þvottaolíu, svo sem Decubal Shower &Bath Oil.

Dagleg húðumhirða lettir

Dagleg húðumhirða er mikilvæg til að veita húðinni vörn gegn utanaðkomandi áhrifum. Notaðu krem sem eru fiturík og án ilmefna.

Stundum getur verið nauðsynlegt að meðhöndla húðina með kremum sem þú færð í samráði við lækni eða húðsjúkdómalækni.

Husagðu líka um hversu oft þú þværð þér – sápa og vatn geta þurrkað upp húðina. Ef nauðsyn krefur skaltu skipta út sápunni fyrir sturtuolíu eins og Decubal shower & bath oil.

Ertingarexem

Ef húðin kemst oft í snertingu við ertandi efni eins og sterk hreinsiefni eða ef þú þværð þér oft með sápu og vatni getur hún brugðist við með því að verða þurr og sprungin. Náttúruleg vörn húðarinnar er brotin niður og snertihúðbólga sem ekki er ofnæmissjúkdómur getur komið fram – einnig kallað ertingarexem. Hjá börnum og ungmennum sem stunda íþróttir er snertihúðbólga venjulega undir hlífðarbúnaði eins og legghlífum í íshokkí og fótbolta.

Ofnæmistengd snertihúðbólga

Ef húðin verður fyrir ofnæmisvaldandi efni svo sem ilmefnum eða nikkel geta ofnæmisviðbrögð komið fram frá ofnæmiskerfi líkamans. Oft verður öll húðin undir áhrifum frá ofnæminu – ekki bara svæðið þar sem útbrotin komu fyrst fram. Ef þú hefur einu sinni fengið ofnæmisviðbrögð við ákveðnu efni getur þú fengið endurtekið ofnæmi fyrir sama efni jafnvegl þótt þú sért aðeins í snertingu við efnið í stuttan tíma.

Snertihúðbólga kemur yfirleitt fram sem roði, kláði, hnúðar og litlar blöðrur og getur þróast í sár.

Áferð og virkni húðar

Það er ekki eitthvað sem við hugsum um daglega en húðin er lifandi, virkt líffæri. Í raun er húðin stærsta líffærið og vegur um 3 kg hjá fullorðnum einstaklingi og yfirborð hennar eru u.þ.b. 2 m2.

Húðin hefur ýmsan tilgang. Húðin verndar líkama okkar fyrir áhrifum örvera, efna, þrýstings og jafnvel gegn vatni og sápu.

Húðin samanstendur af nokkrum lögum:

  1. Yfirhúð/Hornlag (epidermis)
  2. Leðurhúðin (dermis)
  3. Undirhúðin (subcutis)

Venjuleg húð / Þurr húð

Venjuleg húð

Ysta lag húðarinnar (hornlag) samanstendur af keratíneruðum, dauðum húðfrumum. Húðfrumurnar eru bundnar saman af húðfitu. Þannig heldur hornlagið raka í húðinni og gefur húðinni varnarlag sem verndar gegn utanaðkomandi áhrifum eins og örverum, vatni og sápu.

Þurr húð

Ef húðfitan hverfur t.d vegna sápu eða hreinsiefna, getur vatnið gufað upp úr húðinni – húðvörnin skemmist – sem leiðir til þurrks í húðinni.

Ef húðvörnin er skemmd geta utanaðkomandi efni átt auðveldara með að komast beint inn í húðina sem getur leitt til bólgu eða ofnæmis.

Hvernig lítur þurr húð út?

Kláði, sprungur og sár geta valdið óþægilegum einkennum húðþurrks.

Flestir upplifa að húðin verður þurrari á veturna, sérstaklega á andliti og höndum þar sem kuldi og vindur þurrka húðina.

Um þurra húð

Rétt eins og hús byggt úr múrsteinum með steypublöndu á milli samanstendur yfirborð húðarinnar af hornfrumum. Milli þessara frumna er fita, svokölluð lípíð. Í heilbrigðri húð binda fituefnin rakann í húðinni og skapa verndandi fyrirstöðu sem kemur í veg fyrir að vatnið gufi upp.

Þurra húð skortir vatn

Rétt eins og hús byggt úr múrsteinum með steypublöndu á milli samanstendur yfirborð húðarinnar af hornfrumum. Milli þessara frumna eru fita, svokölluð lípíð. Í heilbrigðri húð binda fituefni rakann í húðinni og skapa verndandi fyrirstöðu sem kemur í veg fyrir að vatnið gufi upp.

Í þurri húð er of lítið af þessari “steypublöndu”  sem gerir það að verkum að hún getur ekki bundið raka og vatn. Vatnið gufar upp of húðin verður þurr. Því eldri sem þú verður því algengara verður vandamálið. Geta húðarinnar ti að binda raka minnkar með aldrinum.

Áhrif frá lífsstíl og loftslagi

Genin þín og lífstíllinn eru mikilvægustu þættirnir þegar kemur að húðinni. Ytri þættir eins og streita, mengun, sterk sól, reykingar og lélegt mataræði skipta máli. Árstíminn er einnig þýðingarmikill þáttur. Á haustin og veturna verður húðin þurr vegna kaldara og þurrara lofts innandyra.

Húðsjúkdómar geta einnig haft veruleg áhrif

Þurr húð getur einnig stafað af einhverskonar húðsjúkdómi svo sem psoriasis eða exemi.

Sprungin húð getur valdið sýkingum

ÞÞurr húð getur ekki aðeins verið óþægileg – Hún getur eibnig leitt til mikilla vandamála. Þurr húð gerir yfirborð húðarinnar ójafna sem þýðir að húðin er “opin” og næm fyrir bakteríum.

Om tør hud